Fellaskóli í úrslitum Skólahreysti í kvöld

fellaskoli skolahreysti webFellaskóli verður fulltrúi Austurlands í úrslitum í Skólahreysti sem fara fram í Laugadalshöll í kvöld. RÚV sýnir beint frá keppninni og hefst útsending kl. 19.40. Þetta er í fyrsta sinn sem Fellaskóli keppir til úrslita í Skólahreysti.

Keppendur Fellaskóla eru þau: Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir sem tekur armbeygjur og hreystigreip, Elías Jökull Elíasson sem keppir í hraðaþraut, Hjálmar Óli Jóhannsson sem tekur upphífingar og dýfur, og Þuríður Nótt Björgvinsdóttir sem keppir í hraðaþraut. Hjördís Marta Óskarsdóttir er íþróttakennari í Fellaskóla og liðsstjóri.

Ellefu aðrir skólar eru í úrslitum en þeir eru: Grundaskóli á Akranesi, Grunnskólinn á Þingeyri, Heiðarskóli og Holtaskóli í Reykjanesbæ, Hvolsskóli á Hvolsvelli, Lágafellsskóli í Mosfellsbæ, Síðuskóli á Akureyri, Seljaskóli í Reykjavík, Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi, Vallaskóli á Selfossi og Varmahlíðarskóli.

Landsbankinn veitir nemendafélögum þriggja efstu skólanna peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fá einnig vegleg verðlaun. Þá stendur bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni og geta áhorfendur sent inn myndir merktar #skolahreysti. Bestu og frumlegustu myndirnar verða verðlaunaðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.