Íþróttir helgarinnar: Þrír leikir eystra í fótboltanum og meistaramót í sundi

sund meistaramotuia 2013 0016 webÞrír leikir verða á austfirskum knattspyrnuvöllum um helgina en Höttur leikur á útivelli. Kvennalið Fjarðabyggðar tapaði fyrir Fram í vikunni. Þá fer meistaramót UÍA í sundi fram á Eskifirði.

Austurlandsslagur helgarinnar verður á milli Leiknis og Einherja í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 14:00 á morgun. Liðin leika bæði í þriðju deild.

Á sama tíma hefst leikur Fjarðabyggðar og Dalvíkur/Reynis á Norðfjarðarvelli í annarri deild. Leikurinn átti upphaflega að fara fram nyrðra en liðin víxluðu heimaleikjum vegna vallaraðstæðna þar.

Í annarri deild tekur Huginn einnig á móti Aftureldingu á Fellavelli en sá leikur hefst ekki fyrr en 15:30. Þá heimsækir Höttur Hamar í Hveragerði á morgun í þriðju deild.

Fjarðabyggð tapaði 3-0 fyrir fram í 1. deild kvenna á miðvikudagskvöld en liðin mættust í Reykjavík. Fyrsta mark Framara kom á 43. mínútu en svo bættust við tvö mörk í seinni hálfleik.

Meistaramót UÍA í sundi verður haldið á morgun á Eskifirði. Mótið er ætlað 17 ára og yngri og búist er við keppendum frá öllum sunddeildum á starfssvæði UÍA.

Stigakeppni er milli félaga á mótinu og hampaði Austri stigabikarnum í fyrra og spennandi verður að sjá hvaða félag verður hlutskarpast að þessu sinni.

Öllum er velkomið að koma og horfa á keppnina og hvetja krakkana til dáða.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.