Leikir helgarinnar: Fjarðabyggð tekur á móti Völsungi

leiknir kff fotbolti 14092013 0024 webAðeins einn leikur verður á austfirskum knattspyrnuvöllum um helgina en Fjarðabyggð tekur á móti Völsungi í annarri deild karla. Liðin leika annars á útivelli.

Leikurinn er fyrsti heimaleikur Fjarðabyggðar á grasvellinum á Eskifirði í sumar en fyrri heimaleikirnir tveir hafa verið spilaðir á gervigrasinu í Neskaupstað. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld.

Huginn reið á vaðið af austfirsku liðunum og lék fyrsta heimaleikinn á grasi um síðustu helgi. Liðið mætir Reyni í Sandgerði klukkan 14:00 á morgun.

Á sama tíma verður leikið í þriðju deild karla. Einherji heimsækir Grundarfjörð, Höttur Bergserki á Víkingsvöll í Reykjavík og Leiknir FSR á Hvolsvelli.

Kvennalið Sindra og Fjarðabyggðar mætast á Hornafirði á þriðjudagskvöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.