Knattspyrna: Þrjú lið berjast um Launaflsbikarinn

launaflsbikar2013 urslit mani spyrnir 0031 webSpyrnir, UMFB og Boltafélag Norðfjarðar eiga öll möguleika á sigri í bikarkeppni UÍA og Launafls. Tíunda og síðasta umferð keppninnar fer fram á morgun.

Borgfirðingar standa með pálmann í höndunum, en þeir eru efstir með fimmtán stig úr sjö leikjum. Þeir komust loks á toppinn eftir áttundu umferð þegar þeir unnu Spyrni 3-2 á Borgarfirði í svokölluðum Bræðsluleik. Sigurinn var dramatískur þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma.

Á morgun heimsækja þeir Val á Reyðarfirði sem er neðst í fimm liða deildinni án stiga og með um 30 mörk í mínus.

Ekki er einu sinni víst að Borgfirðingar þurfi að vinna sinn leik því hin liðin tvö sem geta haft af þeim bikarinn mætast innbyrðis. Endi leikur Spyrnis og BN á Fellavelli með jafntefli vinnur UMFB bikarinn hvort sem er.

Liðin eru jöfn í 2.–3. sæti með 13 stig. Hvernig sem allt fer þá verður Hrafnkell Freysgoði í fjórða sæti keppninnar en liðið hefur lokið keppni með 12 stig.

Austfirsku liðin í Íslandsmótinu eiga líka mikilvæga leiki um helgina. Höttur tekur á móti Grundarfirði klukkan 18:00 en liðin berjast um annað sæti þriðju deildar. Topplið Leiknis tekur á móti KFR klukkan 19:00. Grundfirðingar halda áfram för sinni og spila við Einherja á Vopnafirði klukkan 14:00 á sunnudag.

Í fyrstu deild kvenna tekur Fjarðabyggð á móti KR klukkan 19:00 í kvöld á Norðfiðri. KR spilar svo gegn Hetti klukkan 14:00 á sunnudag.

Í annarri deild karla tekur Fjarðabyggð á móti Aftureldingu klukkan 14:00 á morgun. Á sama tíma hefst leikur Hugins og Sindra á Hornafirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.