Knattspyrna: Fjarðabyggð tryggði sér deildarmeistaratitilinn

fotbolti kff huginn 04072014 0093 webFjarðabyggð tryggði sér um helgina sigur í annarri deild karla með 1-1 jafntefli við Huginn í Austfjarðaslag. Höttur tók toppsætið af Leikni í þriðju deild og Einherji komst upp úr fallsæti.

Brynjar Jónasson kom Fjarðabyggð yfir á 37. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á klaufalegt brot Huginsmanna. Blazo Lalevic jafnaði fyrir Huginn á 58.  mínútu með glæsiskoti utan vítateigs eftir sendingu frá vinstri frá Friðjóni Gunnlaugssyni.

Á sama tíma tapaði Grótta sem er í öðru sæti og getur því ekkert lið náð Fjarðabyggð. Grótta hefur tapað þremur leikjum í röð og er aðeins tveimur stigum á undan ÍR en efstu tvö liðin komast upp um deild.

Huginn er í fjórða sæti fjórum stigum með Gróttu og á enn möguleika á að komst upp en til þess þarf mikið að ganga á í síðustu tveimur umferðunum.

Þrenna Garðars Más Grétarssonar kom Hetti í efsta sæti þriðju deildar en liðið vann Grundarfjörð á útivelli 2-3. Heimamenn komust í 2-0 um miðjan fyrri hálfleik en Garðar minnkaði munninn á 41. mínútu. Garðar bætti við svo við á 76. og 81. mínútu.

Stigi á eftir Hetti er nú Leiknir sem um helgina gerði 2-2 jafntefli við Víði á heimavelli. Hilmar Freyr Bjartþórsson og Sólmundur Aron Björgólfsson skoruðu mörk Leiknis sem jafnaði í 1-1 og komst síðan yfir 2-1 í stuttan tíma um miðjan seinni hálfleik.

Á laugardag héldu Víðismenn á Vopnafjörð og mættu þar heimamönnum í banastuði. Gunnlaugur Bjarnar Baldursson, Kristófer Einarsson og Eiríkur Páll Aðalsteinsson komu Einherjamönnum í 3-0 fyrir leikhlé og þeir Sigurður Donys Sigurðsson og Hákon Guðni Hjartarson bættu við tveimur mörkum í 5-2 sigri.

Með sigrinum komst Einherji stigi upp fyrir ÍH. Vopnfirðingar mæta Berserkjum í lokaumferðinni um næstu helgi en vonast líka eftir greiða frá Hattarmönnum sem heimsækja Hafnfirðingana. Leiknir lýkur tímabilinu á heimavelli gegn Magna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.