Úrvalsdeildarlið Snæfells kemur austur í bikarnum: Erum ekki að fara að keppa í skutlukasti

karfa hottur thorak 25032014 0140 webHöttur tekur á móti úrvalsdeildarliði Snæfells í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik á morgun. Þjálfari Hattar segir leikmenn Hattar ætla sér áfram í næstu umferð og vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda til þess.

„Þótt þeir séu sterkari á pappírunum þá erum við ekkert að fara að keppa í skutlukasti," segir Viðar Örn Hafsteinsson, sem þjálfar Hattarliðið.

Sem kunnugt er spilar Höttur í fyrstu deild en Viðar segist samt hvergi banginn fyrir slaginn við úrvalsdeildarliðið.

„Við ætlum okkur áfram í næstu umferð í þessu. Það er ekkert vera með hugsun hjá okkur. Þótt við séum með töluvert breytt lið frá í fyrra þá erum við í þessu til að vinna."

Í liði Snæfells er Austin Bracey sem síðustu tvo tímabil lék með Hetti. „Það verður bara gaman að fá Austin hérna aftur í heimsókn og berja svolítið á honum."

Fyrst og fremst vonast Viðar samt eftir að Austfirðingar fjölmenni á áhorfendapallana á morgun. „Ég vona það að fyrst við fengum úrvalsdeildar lið í 32 liða úrslitum þá fjölmenni fólk í íþróttahúsið og sjái óvænta hluti gerast.

Þetta er fyrsti heimaleikurinn okkar í vetur og það verður bara gaman að kveikja í vel í mannskapnum."

Leikurinn hefst klukkan 14:00 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.