Skíðasvæðin opin á alþjóðlegum skíðadegi

skidadagur vida verold oddsskardDagskrá verður í austfirsku skíðasvæðunum tveimur í Stafdal og Oddsskarði á sunnudag í tilefni af Snjó um víða veröld sem er alþjóðlegur skíðadagur.

Frítt verður í brekkurnar í Oddsskarði þar sem þjálfarar Skíðafélags Fjarðabyggðar aðstoða byrjendur á skíðum og brettum við að taka sín fyrstu skref. Þá verður frítt kakó og kaffi í skíðaskálanum.

Í Stafdal verður opið frá 10-16. Frítt verður í lyftur fyrir 18 ára og yngri, skíðakennsla, skíðaleiga, leikjabraut, brettafjör, kakó og fleira.

Markmið dagsins er að er að fá börn og fjölskyldur þeirra í fjallið, til þess að njóta og upplifa þess sem fjöllin hafa upp á að bjóða. Þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heiminn, og jafnframt fjórða sinn sem að Ísland tekur þátt í viðburðinum.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.