Blak: Þrótti mistókst að ná öðru sætinu

throttur umfa blak jan15Karlaliði Þróttar mistókst að komast í annað sæti Mizuno-deildar karla í blaki þegar það tapaði fyrir Stjörnunni á heimavelli á laugardag. Kvennaliðið tapaði báðum leikjum sínum fyrir Aftureldingu.

Kvennaliðið hóf leik á föstudagskvöld gegn Mosfellingum sem haft hafa miklar yfirburði í deildinni í vetur. Þeir voru sannreyndir enda unnu gestirnir 0-3 eða í hrinum 6-25, 15-25 og 15-25.

Kvennaliðin mættust svo aftur á laugardag og fór þá á sömu lund, 0-3 eða 19-25, 16-25 og 12-25. Þjálfari Aftureldingar, Apostol Apostolov sem áður þjálfari Þrótt, var duglegur að skipta leikmönnum inná og leyfa öllum sínum leikmönnum að spila.

Ekki gekk karlaliðinu betur en stigi munaði á þeim og gestunum úr Stjörnunni fyrir leik. Garðbæingar unnu hins vegar 0-3 eða 13-25, 19-25 og 19-25 og komu sér þar með örugglega fyrir í öðru sætinu.

Úr leik Þróttar og Aftureldingar. Mynd: Jón Guðmundsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.