Lætur íbúðarhúsið undir þjónustu fyrir hestamannamót

einar kristjan tjarnarlandiEinar Kristján Eysteinsson og Sigrún Júnía Magnúsdóttir, bændur á Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá, láta íbúðarhúsnæði sitt undir aðstöðu fyrir Ístölt Austurlands.

„Við hleypum bara sjoppunni inn og leyfum fólki að fara á klósettið. Það fær samt ekki að hlamma sér í sófann til að hlýja sér," segir Einar Kristján.

Ístöltmótið er stærsta vetrarmót austfirskra hestamanna og undanfarin ár hefur það verið haldið á Móavatni við Tjarnarland.

Bændur þar fylgjast með ísnum dagana á undan og taka til í hesthúsum sínum þannig að keppnishrossin geti verið þar á keppnisdag.

„Þetta er bara okkar aðstaða sem við höfum byggt upp síðustu ár. Fyrir nokkrum árum var reistur sumarbústaður við vatnið fyrir gesti og gangandi. Ég bý reyndar í honum í dag en það er ekkert mál að lána hann undir mótið."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.