Knattspyrna: Hrafnkell Freysgoði mætir til leiks í bikarkeppninni í dag

launaflsbikar urslit hrafnkell bn 0101 webSegja má að knattspyrnusumarið hefjist í dag þegar keppni hefst í bikarkeppni karla. Hrafnkell Freysgoði vaknar úr dái eftir áralanga fjarveru.

Fyrirkomulag bikarsins er þannig að fyrst er spiluð forkeppni í hverjum landshluta fyrir sig áður en liðin úr úrvalsdeild bætast í pottinn í 32ja liða úrslitum.

Fyrsti leikurinn verður á Fellavelli klukkan 14:00 í dag þegar Höttur tekur á móti Hrafnkeli Freysgoða á Fellavelli. Höttur spilar í 2. deild í sumar en áratugir eru síðan liðið frá Breiðdalsvík hefur tekið þátt í keppni á landsvísu.

Liðið, sem byggt er upp á leikmönnum frá Breiðdalsvík og Djúpavogi, hefur hins vegar spilað í bikarkeppni UÍA og Launafls síðustu ár og náð þar ágætum árangri.

Þar eru hins aðrar kröfur til leikmanna en í keppnum KSÍ. Samkvæmt vef KSÍ hafa sextán leikmenn fengið leikheimild með félaginu síðast sólarhringinn, þar af voru átta áður skráðir í Leikni Fáskrúðsfirði.

Einherji tekur á móti Sindra klukkan 17:00 en leikurinn hefur verið fluttur á Fellavöll þar sem völlurinn á Vopnafirði er ekki tilbúinn.

Síðasti leikurinn er á sunnudag þegar Leiknir tekur á móti Huginn á Fellavelli klukkan 16:00. Sá átti upphaflega að fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni en var fluttur þegar hún var tekin undir öldungamótið í blaki.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.