Körfubolti: Höttur fær góðan liðsstyrk

MirkoHöttur hefur komist að samkomulagi við Mirko Stefán Virijevic um að hann leiki með liðinu í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Mirko lék á síðasta tímabili með Njarðvík og þar á undan KFÍ. Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hattar segir að Mirko eigi eftir að koma með mikla reynslu og gæði í ungt Hattarliðið.

Á síðasta tímabili spilaði Mirko Stefán lykilhlutverk í liði Njarðvíkur sem fór alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Hann skoraði 10,7 stig að meðaltali á tímabilinu auk þess sem hann tók 10,5 fráköst að meðaltali.

Einnig skrifaði Eysteinn Bjarni Ævarsson undir eins árs samning við uppeldisfélagið eftir árs dvöl í Keflavík. Eysteinn er þessa dagana í Finnlandi með U-20 landsliðið Íslands á norðurlandamóti. Eysteinn er kominn austur í Hérað en Mirko mun mæta á svæðið áður en tímabilið í Dominos-deildinni hefst í haust.

Mynd: Mirko Stefán sækir að körfunni í leik með Njarðvík á síðasta tímabili

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.