Vel lukkuð START-torfæra á Egilsstöðum – Myndir og tilþrifamyndband

QM1T5001Á laugardag fór fram torfæra á vegum Akstursíþróttaklúbbsins START á Egilsstöðum. Keppt var í flokki sérútbúinna, sérútbúinna götubíla og götubílaflokki. Alls voru sextán bílar skráðir til leiks.

Veðrið var ágætt, milt og gott og tæplega þúsund áhorfendur lögðu leið sína í Mýnesgrúsir. Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson lýsti því sem fram fór og þótti keppnin heppnast með miklum ágætum, en hún var liður í Íslandsmeistaramótaröð Akstursíþróttasambands Íslands.

Í flokki sérútbúinna vann Snorri Þór Árnason á Kórdrengnum yfirburðasigur. Í öðru sæti var Helgi Garðarson á Spiderman, en hann var að keppa í sinni fyrstu keppni og fékk einnig tilþrifaverðlaunin í flokki sérútbúinna. Heimamaðurinn Kristmundur Dagsson endaði í þriðja sæti.

Í flokki sérútbúinna götubíla sigraði Bjarki Reynisson á Dýrinu og Ívar Guðmundsson sigraði götubílaflokkinn á bíl sínum Kölska.

Meðfylgjandi eru myndir sem blaðamaður Austurfréttar tók á laugardag og hér að neðan er myndband frá torfærunni, sem Jakob Cecil Hafsteinsson tók. Eins og sjá má voru tilþrifin gríðarleg og nokkrar harðar veltur litu dagsins ljós.



QM1T4817QM1T4831QM1T4863QM1T4881QM1T4949QM1T4970QM1T5021QM1T5057QM1T5075QM1T5117QM1T5130QM1T5149QM1T5194QM1T5214QM1T5239QM1T5270QM1T5301QM1T5335QM1T5367QM1T5393QM1T5423QM1T5471QM1T5494QM1T5515QM1T5530

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.