„Við verðum að spyrja að leikslokum": Austfjarðatröllið hefst í dag

austfjardatrollidKeppnin um Austfjarðatröllið hefst í dag og stendur fram á laugardag, en þar etja sterkustu menn landsins kappi við hrikalegar aflraunir.

Engin keppni var haldin í fyrra þegar sú ákvörðun var tekin að hafa hana aðeins annað hvert ár. Var það Georg Ögmundsson sem sigraði árið 2013 en hann er ekki meðal keppenda í ár sökum meiðsla.

Tíu keppendur mæta til leiks að þessu sinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Magnús Ver Magnússon, skipuleggjandi keppninnar, segist búast við miklum átökum í ár.

„Já, þetta verður hörkukeppni. Ari sigraði Vestfjarðavíkinginn í ár og verður að teljast sigurstranglegur, en hann er meiddur á fingri og því ómögulegt að segja hvaða áhrif það hefur. Við verðum bara að spyrja að leikslokum," segir Magnús Ver.







Keppendur eru þeir:
  • Ari Gunnarsson
  • Árni Bergmann
  • Birgir Guðnason
  • Daníel Þór Gerena
  • Eyþór Ingólfsson Melsted
  • Jón Þór Ásgrímsson
  • Kristján Sindri Níelsson
  • Sigfús Fossdal
  • Skúli Ármannsson
  • Úlfur Orri Pétursson

Þess má geta að Eyþór Ingólfsson Melsted er sá eini sem búsettur er á Austurlandi, nánar tiltekið á Breiðdalsvík

Keppnin fer fram sem hér segir:

Fimmtudagur 13. ágùst

Hornafjörður – við Skinney Þinganes klukkan 13:00
Seydisfjörður – við Herðubreið klukkan 18:00

Föstudagur 14. ágùst

Þórshöfn – í listigarðinum klukkan 12:30
Vopnafjörður – við Kaupvang klukkan 17:00

Laugardagur 15. Àgùst

Egilsstaðir – við Hótel Hérað klukkan 11:30
Breiðdalsvík – við Hótel Bláfell klukkan 16:00

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.