„Skemmtilegra að sparka í bolta en vera í lauginni"

unglingameistari i sundiÞór Albertsson frá Djúpavogi varð þrefaldur unglingalandsmótsmeistari í sundi á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Keppendur frá UÍA náðu góðum árangri á mótinu og voru víða í verðlaunasætum, en alls hrepptu þeir níu gullverðlaun, auk fjöldann allan af silfur- og bronsverðlaunum.

Þór, sem keppir í flokki 11-12 ára, gerði sér lítið fyrir og sigraði í þremur greinum, 100 metra bringusundi, 50 metra bringusundi og 100 metra fjórsundi.

Þór keppti ekki aðeins í sundi á mótinu, heldur einnig í fótbolta og körfubolta. Hann segir körfuboltaliðið aðeins hafa verið með til gamans. „Það gekk bara alveg hræðilega illa í körfunni," segir Þór og hlær, en hann æfir bæði fótbolta og sund nokkrum sinnum í viku, en ekki körfubolta.

Þór er ekki óvanur því að standa á verðlaunapalli í sundi og vann til bronsverðlauna á sama móti í fyrra. Hann býst við því að halda áfram að æfa báðar greinarnar en er þó alveg ákveðinn í því hvor þeirra er skemmtilegri.

„Það er fótboltinn. Það er skemmtilegra að sparka í bolta en að vera í lauginni. Flestir vinir mínir eru í íþróttum og margir í fleiri en einni grein," segir þessi ungi og upprennandi íþróttamaður sem við óskum góðs gengis í framtíðinni.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.