Blak: Fjórir Þróttarar á Norðurlandamóti U-19 ára

blak throttur u19 ikastFjórir leikmen Þróttar eru í íslenska U-19 ára landsliðinu sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Ikast í Danmörku.

María Rún Karlsdóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og Gígja Gunnarsdóttir, sem kom frá Leikni í haust, eru í stelpnaliðinu.

Liðið tapaði gegn Noregi og Svíþjóð 0-3 í gær og með sömu tölu gegn Færeyjum í morgun en vann Englendinga í umspili um 5. – 7. sætið sætið fyrir stundu 3-2.

Lokaleikurinn er um sæti við Færeyjar á morgun.

Ragnar Ingi Axelsson spilar í strákaliðinu. Það tapaði 3-0 fyrir Dönum í gær og 3-1 fyrir Svíum í morgun en mætir Englendingum í lokaleik sínum í kvöld.

Fararstjórinn kemur einnig frá Þrótti en það er Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeildarinnar.

Frá vinstri: Heiða, Ragnar, María og Gígja. Mynd: Þróttur

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.