Hattarmenn með U-18 landsliðinu í Svíþjóð

Eysteinn VidarEysteinn Bjarni Ævarsson leikmaður Hattar lék með landsliði Íslands í körfuknattleik skipuðu leikmönnum 18 ára og yngri á norðurlandamótinu sem fram fór í Solna í Svíþjóð dagana 7. – 12. maí. Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var aðstoðarþjálfari landsliðsins á mótinu. Landsliðið lék undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar þjálfara úrvalsdeildarliða Snæfells í Stykkishólmi. Eysteinn Bjarni lék alla leiki liðsins á mótinu og var í byrjunarliði í þremur þeirra. Hann skoraði 2.8 stig og tók 4.6 fráköst að meðaltali auk þess að leika vel í vörninni.

Eysteinn var í lykilhlutverki í miklum spennuleik gegn Eistum en hann skoraði jöfnunarkörfu í lok venjulegs leiktíma og sendi leikinn þannig í framlengingu þar sem Ísland hafði síðan að lokum sigur, 103-102 eftir tvöfalda framlengingu.

Íslenska liðið hafði betur í fjórum af fimm leikjum sínum og vann til silfurverðlauna á mótinu. Ekki vantaði mikið uppá í leik gegn Finnum sem tapaðist með 6 stigum en Finnar stóðu uppi sem norðurlandameistarar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.