Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar um helgina

sumarhatid 11 webSumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar verður haldin á Egilsstöðum um helgina. Hátíðin er stærsta einstaka verkefni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á hverju ári.

Keppnin byrjar á föstudagskvöld á keppni í borðtennis og Eskjumótinu í sundi. Á laugardegi lýkur keppni í sundi en þá hefst keppi á Nettómótinu í frjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli.

Frjálsíþróttakeppnin er aðalkeppni mótsins en búist er við um 200 keppendum. Keppnin er héraðsmót Austfirðinga en hana hafa gjarnan sótt nágrannar úr norðri og suðri.

Á sunnudag heldur frjálsíþróttakeppnin áfram en eftir hádegið verður keppt í boccia og strandblaki. Þá munu félagar úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) sýna bogfimi og úthlutað verður styrkjum úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa.

Nánari dagskrá og upplýsingar um hátíðina má finna á www.uia.is.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.