Tvær sveitir að austan í efstu deild Íslandsmótsins í bridge

Haustak 2Tvær austfirskar sveitir spiluðu um helgina í efstu deild á Íslandsmótinu í bridge. Nokkur ár eru síðan Austfirðingar áttu síðast sveit í deildinni.

Sveitirnar komu annars vegar frá Haustaki og hins vegar Austfari. Sveit Haustaks endaði í fjórða sæti með 213 stig.

Í henni spiluðu þeir Guttormur Kristmannsson, Þorsteinn Bergsson,Magnús Ásgrímsson, Hlynur Garðarsson, Hrannar Erlingsson og Pálmi Kristmannsson.

Sveit Austfars varð hins vegar í áttunda og neðsta sæti og féll í aðra deild með 152 stig. Í henni spiluðu þeir Unnar Atli Guðmundsson, Óskar Elíasson, Ólafur Þ Jóhannsson, Arnar Geir Hinriksson, Jón Halldór Guðmundsson og Pétur Sigurðsson.

Sveitirnar mættust innbyrðis í fyrstu umferð og vann Austfar þá 16-14.

Myndir: Hrannar Erlingsson

Haustak 1 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.