95 ár á milli skíðafélaga

stefan_thorleifs_jt_skidi_feb13_web.jpg
Rúmlega níutíu ára aldursmunur var á tveimur skíðafélögum sem skemmtu sér saman í Oddsskarði á laugardag. Mikið hefur verið um að vera á austfirskum skíðasvæðum að undanförnu.

Sá eldri er Stefán Þorleifsson fæddur árið 1916 en sá yngri Viktor Nói Stefánsson fæddur 2011. Á þeim er 95 ára aldursmunur. Þeir voru meðal þeirra sem nutu veðurblíðunnar í Oddsskarði á laugardag og renndu sér saman.

Líflegt hefur verið í austfirskum skíðabrekkum að undanförnu. Meðal þeirra sem æfa í Oddsskarði hefur brettaiðkun sérstaklega aukist.
 
Nýverið var haldið svokallað Björnsmót í Stafdal en þangað mættu yfir 100 skíðaiðkendur af Austur- og Norðurlandi. Þar var staðið fyrir fjölskyldukvöldi á föstudag sem tókst vel að sögn skipuleggjenda. Þar verður boðið upp á byrjendanámskeið um næstu helgi.

Austfirskt skíðafólk stóð sig með ágætum á bikarmóti á skíðum sem fram fór í Hlíðarfjalli við Akureyri. Guðsteinn Ari Hallgrímsson úr Skíðafélaginu Stafdal, náði öðru sæti í svigi fimmtán ára og Þorvaldur Marteinn Jónsson varð í þriðja sæti í stórsvigi 14 ára. 

Sú breyting varð nýverið á að keppendur félaganna keppa undir merkjum UÍA þegar farið er út fyrir fjórðunginn.

Stefán og Viktor Nói í Oddsskarði um helgina. Mynd: Jóhann Tryggvason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.