Að duga eða drepast fyrir Fjarðabyggð
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar leikur á morgun sinn seinasta heimaleik í sumar í 1. deild karla. Liðið verður að vinna Leikni Reykjavík til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni.
Leiknir er í öðru sæti deildarinnar með 40 stig, tveimur stigum á undan Þór Akureyri. Sætið veitir þátttökurétt í úrvalsdeild að ári.
Fjarðbyggð er á móti í fallsæti, stigi á eftir Gróttu, en Seltjarnarnesingar taka á móti Þrótti Reykjavík.
Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, var vígreifur fyrir Leiknisleikinn, sem hefst klukkan 14:00 á morgun, þegar Agl.is ræddi við hann í seinustu viku og lofaði sigri.
Lokahóf yngri flokka, Alcoadagurinn, verður klukkan 11:00 á Eskifjarðarvelli á morgun.
Höttur mætir Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í Vesturbænum klukkan 14:00 á morgun í 2. deild karla.