Áslaug Munda kom inn á gegn Ítölum

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, knattspyrnukona frá Egilsstöðum, kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Íslands gegn Ítalíu á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í dag.

Áslaug Munda kom inn á fyrir Hallberu Gísladóttur þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Í heildina spilaði hún rúmar fimm mínútur af leiknum.

Áslaug Munda kom inn á sem vinstri bakvörður og átti ágæta innkomu, vann nokkra bolta og átti eina góða rispu upp vinstri kantinn og inn á vítateig en braut þar á ítölskum varnarmanni í baráttu um boltann.

Leiknum, sem fór fram í ensku borginni Manchester, lauk með 1-1 jafntefli.

Telma Ívarsdóttir, markvörður frá Neskaupstað, var ekki á leikskýrslu en hún meiddist á æfingu í gærmorgun. Hún var með liðinu en nýr markvörður hefur verið kallaður út til að vera til taks.

Þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins verður gegn Frökkum á mánudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.