Áslaug Munda kom inn á gegn Ítölum

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, knattspyrnukona frá Egilsstöðum, kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Íslands gegn Ítalíu á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í dag.

Áslaug Munda kom inn á fyrir Hallberu Gísladóttur þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Í heildina spilaði hún rúmar fimm mínútur af leiknum.

Áslaug Munda kom inn á sem vinstri bakvörður og átti ágæta innkomu, vann nokkra bolta og átti eina góða rispu upp vinstri kantinn og inn á vítateig en braut þar á ítölskum varnarmanni í baráttu um boltann.

Leiknum, sem fór fram í ensku borginni Manchester, lauk með 1-1 jafntefli.

Telma Ívarsdóttir, markvörður frá Neskaupstað, var ekki á leikskýrslu en hún meiddist á æfingu í gærmorgun. Hún var með liðinu en nýr markvörður hefur verið kallaður út til að vera til taks.

Þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins verður gegn Frökkum á mánudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar