Ásmundur Hálfdán glímukóngur Íslands; Grettisbeltið komið austur á Reyðarfjörð

Hundraðasta og sjötta Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsinu í Frostaskjóli á laugardaginn.



Eftir snarpar og bráðskemmtilegar glímur stóð Reyðfirðingurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA uppi sem sigurvegari í karlaflokki og hampar því Grettisbeltinu elsta verðlaunagrip á Íslandi og hlýtur sæmdarheitið glímukóngur Íslands. Ásmundur vann einnig Hjálmshornið fyrir fallegustu glímurnar.

„Þetta var ljúfur sigur en keppnin var þó fullspennandi,“ sagði Ásmundur Hálfdán í samtali við Austurfrétt í morgun. „Við vorum tveir sem töpuðum einni glímu hvor þannig að við þurftum að keppa til úrslita. Ég hafði hann en það var ekki auðvelt.“

Marín Laufey Davíðsdóttir HSK vann Freyjumenið í fjórða sinn og er því glímudrottning Íslands árið 2016. Fimm kepptu í flokki karla, þar af tveir frá UÍA, og sjö í flokki kvenna, þar af fjórar frá UÍA.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.