Átta blakmenn úr Þrótti á leið í landsliðsverkefni á Ítalíu

Átta ungir blakmenn frá Þrótti Neskaupstað eru í þremur ungmennalandsliðum Íslands sem héldu í gær til Ítalíu í æfinga- og keppnisferð um páskana. Alls fara 65 manns út á vegum Blaksambandsins.


Liðin eru A-landslið kvenna, U-18 og U-16 ára landslið kvenna og U-17 landslið drengja. Ferðin er skipulögð af landsliðsþjálfaranum Daniele Capriotte á heimaslóðum hans í Porto San Giorgio. Þróttarar eru í ungmennalandsliðunum.

Liðin byrja á æfingum og æfingaleikjum við ítölsk lið.

U-18 og U-16 ára landslið kvenna spila í Easter Volley mótinu í Ancona en í því eru um 100 lið í ýmsum aldursflokkum.

Drengjalandsliðið spilar í Eurocamp í Cesenatico. Um 150 lið eru í mótinu af báðum kynjum og ýmsum aldursflokkum. Mótin standa bæði frá fimmtudegi til laugardags.

Landsliðin koma heim að kvöldi páskadags.

Eftirtaldir Þróttarar fara í ferðina

Gígja Guðnadóttur, U-18
María Rún Karlsdóttir, U-18
Særún Birta Eiríksdóttir, U-18

Amelíua Rún Jónsdóttir, U-16
Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, U-16
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, U-16

Atli Fannar Pétursson, U-17
Þórarinn Örn Jónsson, U-17

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.