Austfirðingar í ungmennalandsliðsverkefnum

Íþróttafélagið Höttur á alls þrjá fulltrúa í úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands og U-16 ára landsliði kvenna í knattspyrnu. Þróttur á tvo fulltrúa í U-17 ára landsliðunum í blaki.

Úrvalshópur FRÍ er valinn eftir utanhússtímabilið og byggir á afrekum einstaklinganna í sumar.

Í honum eru þær Birna Jóna Sverrisdóttir og Björg Gunnlaugsdóttir. Birna Jóna, sem fædd er árið 2007, kastaði sleggju í sumar 41,98 metra. Björg, sem er ári eldri, hljóp 100 metra hlaup á 12,87 sekúndum og 200 metra á 27,25 sekúndum.

Björg slær ekki slöku við en hún er einnig valin í U-16 ára landslið kvenna í knattspyrnu. Með henni þar er Íris Ósk Ívarsdóttir. Hópurinn æfir í byrjun næstu viku.

Jakob Kristjánsson og Randíður Anna Vigfúsdóttir eru í U-17 ára landsliðunum í blaki sem tekur þátt í Norðurlandamóti í Danmörku í næstu viku.

Björg Gunnlaugsdóttir. Mynd: FRÍ


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.