Austfirsk ungmenni í landsliðsverkefnum

Þrír ungir austfirskir íþróttamenn hafa síðustu daga verið í landsliðsverkefnum eða verið valdir í verkefni síðar í haust.

Jón Breki Guðmundsson hefur undanfarna spilað með U-17 ára landsliðið drengja í knattspyrnu á Telki Cup, æfingamóti sem haldið er í Ungverjalandi. Jón Breki var í byrjunarliðinu í 1-0 sigri á Ungverjum og kom inn á sem varamaður í 3-4 tapi gegn Ítalíu og 1-0 sigri á Suður-Kóreu.

Jón Breki er fæddur árið 2008, alinn upp í Neskaupstað og spilaði sína fyrstu deildarleiki með KFA í sumar. Þeir urðu 13 talsins. Hann skipti fyrir viku yfir í úrvalsdeildarlið ÍA.

Þá hafa tveir Héraðsbúar verið valdir til þátttöku á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Bakú í Aserbaídsjan um miðjan október. Báðir eru í blönduðu liði unglinga.

Annars vegar er um að ræða Bjart Blæ Hjaltason, sem hefur búið eystra en keppt fyrir Stjörnuna í Garðabæ og Ásgeir Mána Ragnarsson, sem er skráður í Hött.

Mynd: Fimleikasamband Íslands/Ingvar
 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.