Blak: bikarhelgin að baki

Kjörísbikarinn í blaki fór fram um helgina þar sem keppt var í undanúrslitum og úrslitum. Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar keppti í undanúrslitum gegn liði KA. Í leiknum hafði KA yfirhöndina allan tímann og tryggði sér öruggan sigur 3-0 og þannig áfram í úrslitin. Þróttarstúlkur voru því úr leik í þetta sinn.

Í liði KA eru 6 fyrrverandi leikmenn Þróttar. Það eru þær: Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, Gígja Guðnadóttir, Paula Del Olmo Gomez og Helena Kristín Gunnarsdóttir. Kvennalið KA tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 3-0 sigri á HK í úrslitaleiknum. Að leik loknum var fyrrum þróttarinn Helena Kristín Gunnarsdóttir valin mikilvægasti leikmaður leiksins.

Í bikarkeppni karla var það lið Hamars sem fór með sigur af hólmi í úrslitaleiknum gegn liði Vestra. Í liði Hamars eru tveir fyrrverandi leikmenn Þróttar, það eru þeir Ragnar Ingi Axelsson og Valgeir Valgeirsson.


Á sunnudeginum var keppt til úrslita í bikarkeppni yngri flokka þar sem Þróttur Nes átti lið í þremur af fjórum leikjum. Í U16 karla keppti Þróttur Nes gegn sameiginlegu liði KA/Völsungs og töpuðu leiknum 0-2. Í U14 kvenna keppti Þróttur Nes gegn liði KA og töpuðu þær leiknum 0-2. Í U16 kvenna keppti Þróttur Nes gegn liði KA og unnu leikinn 2-0 og urðu þar með bikarmeistarar.

Mynd: Sigga Þrúða. Á myndinni má sjá núverandi Þróttara verjast sókn fyrrum Þróttara í liði KA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.