Blak: Fundum alltaf lausnir þegar þurfti – Myndir

Þróttur vann báða leiki sína gegn Stjörnunni í Mizunodeild kvenna í blaki um helgina en liðin mættust í Neskaupstað. Þjálfari Þróttar sagði sigrana hafa byggst á góðri liðsheild og gríðarlegri baráttu.


Þróttur vann fyrri leikinn á laugardag 3-0 eða 25-20, 18-25, 25-21 og 27-25. Stigahæstar voru María Rún Karlsdóttir og Ana Vidal með 13 stig en Norðfirðingurinn Erla Rán Eiríksdóttir var stigahæsta Stjörnustúlkna með 12 stig.

Seinni leiknum lauk líka með öruggum 3-0 sigri Þróttar en jafnt var á mununum í hrinunum sjálfum. Þróttur tók leikhlé þegar staðan var 24-25 fyrir Stjörnunni í fyrstu hrinu og náði skora þrjú stig í röð til að vinna hrinuna.

Í annarri hrinu var Þróttur með yfirburði þar til Erla Rán kom inn á og breyttist staðan úr 10-6 í 12-11. Stjarnan jafnaði í 14-14 eftir að Ana smassaði út af. Þróttur reif sig aftur í gang og vann 25-18.

Mesti viðsnúningurinn var í síðustu hrinunni. Þróttur var á undan upp í 10-10 en þá tók við kafli þar sem Stjarnan skoraði sex stig í röð og móttakan var afleit hjá Þrótti. Það lagaðist, liðið jafnaði í 21-21, komst yfir 23-22 og vann loks 25-23.

Ana Vidal var stigahæst með 20 stig en Stjörnustúlkur reiddu sig á Erlu Rán sem skoraði 22 stykki.

Borja Gonzalez, þjálfari Þróttar, var ánægður eftir helgina. „Við erum ekki með jafn hávaxið eða reynt lið og Stjarnan en okkar styrkur felst í vörninni og baráttunni. Við vorum í vandræðum með sendingarnar en vörðumst vel og þess vegna vorum við alltaf inni í leiknum.

Við finnum alltaf lausnir þegar þess þarf. Gígja (Guðnadóttir) meiddist í fyrri leiknum en Tinna (Rut Þórarinsdóttir) kom inn í staðinn og stóð sig vel. Þegar við þurfum á því að halda eigum við alltaf eitthvað til góða á bekknum.“

Þróttur fer vel af stað því liðið vann KA tvisvar fyrir viku og er því komið með fjóra sigra í fjórum leikjum. „Markmið okkar er að komast í úrslitakeppnina og Stjarnan er eitt af þeim liðum sem keppir við okkur um sæti þar. Þess vegna var þessi sigur virkilega mikilvægur.“

Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0006 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0010 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0021 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0022 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0024 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0032 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0045 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0060 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0063 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0072 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0083 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0087 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0103 Weg
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0105 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0107 Web
Blak Throttur Stjarnan Kvk 20161002 0109 Web
Borja

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.