Blak: Fylkir og Stjarnan í heimsókn

throttur_eik_blak_bikar_17032012_0020_web.jpg
Fylkir og Stjarnan koma í heimsókn um helgina til Neskaupstaðar í fyrstu deild karla og kvenna í blaki. Höttur hafði betur gegn Augnabliki í gær í fyrstu deild karla í körfuknattleik.

Karlaleikurinn er á undan en þar er Stjarnan í heimsókn klukkan 12:30 á morgun. Þó nokkur tengsl eru á milli liðanna í formi bræðrapara. Geir Sigurpáll og Hlöðver Hlöðverssynir spila með Þrótti en Stjörnuna þjálfar Róbert Karl Hlöðversson.

Kvennaleikurinn hefst klukkan 14:00 eða þegar karlaleiknum lýkur. Þróttur berst þar fyrir að halda efsta sæti deildarinnar.

Karlaliðið tryggði sér um síðustu helgi sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í blaki en seinni forkeppnin fór fram í Neskaupstað. Þetta er í fyrsta sinn í sögu blakdeildar Þróttar sem bæði karla- og kvennaliðin spila í undanúrslitum keppninnar.

Körfuknattleikslið Hattar vann í gærkvöldi Augnablik 95-74 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum. Höttur hafði undirtökin allan leikinn. Frisco Sandidge var stigahæstur í liði Hattar með 29 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.