Blak: Fyrsti sigur karlaliðsins á leiktíðinni

Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni um helgina þegar það lagði Stál-Úlf 1-3. Kvennaliðið tapaði hins vegar fyrir Álftanesi.

Karlaliðið vann fyrstu hrinuna 17-25, aðra hrinuna 20-25 og þá fjórðu með sömu tölum en heimaliðið vann þriðju hrinuna 25-22.

Stál-Úlfur er í neðsta sæti deildarinnar án stiga en Þróttur er þar fyrir ofan með fimm stig úr sex leikjum.

Kvennaliðið vann fyrstu hrinuna gegn Álftanesi 23-25 eftir mikla baráttu. Níu sinnum skiptust liðin á forustunni og mesti munur var aðeins þrjú stig.

Eftir það seig rækilega á ógæfuhliðina. Álftanes vann næstu hrinur 25-18, 25-12 og loks 25-20 þar sem Þróttur minnkaði forskotið heldur í lokin. Liðið er neðst í deildinni með fimm stig úr tveimur leikjum.

Bæði lið Þróttar taka á móti HK um næstu helgi.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar