Blak: Gæsilegur sigur Þróttar í fyrsta leik

blak_hk_throtturn_ymir_throtturr_0096_web.jpgÞróttur sigraði HK 3:1, í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna sem fór fram í Neskaupstað í gærkvöldi.

 

HK sigraði fyrstu hrinu leiksins, 25:15, en eftir það snéru Þróttarstúlkur vörn í sókn og sigrðuðu þrjár næstu hrinur, allar með sama mun, 25:22.

Frábært stemning var á leiknum og íþróttahúsið sneisafullt af stuðningsmönnum Þróttar sem létu vel í sér heyra.

Þróttur getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðin mætast, öðru sinni í Fagralundi í Kópavogi klukkan 19:30 annað kvöld.

Rúmlega sjötíu þúsund krónur söfnuðust á leiknum á reikning til stuðnigns fjölskyldu Daniels Sakaluks sem fórst í bílslysi á sunnudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar