Blak: Níu að austan í U-17 ára landsliðunum

Níu leikmenn frá austfirskum liðum eru í U-17 ára landsliðum Íslands í blaki sem í vikunni tóku þátt í Norðurlandamóti.

Mótið var haldið í Ikast í Danmörku. Auk Norðurlandanna eiga Englendingar lið á mótinu.

Í stúlknaliðinu voru þær Erla Marín Guðmundsdóttir, Helena Kristjánsdóttir, Hrefna Ágústa Marinósdóttir og Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir úr Þrótti Neskaupstað og Diljá Mist Jensdóttur úr Huginn og Þrótti.

Þær fyrst 0-3 fyrir Dönum og 1-3 fyrir Norðmönnum í riðlakeppninni og 0-3 fyrir Englandi í leik um sæti í undanúrslitum en unnu svo Færeyinga 1-3 í umspili um fimmta sætið.

Í strákaliðinu voru þeir Ágúst Leó Sigurfinnsson, Ármann Snær Heimisson, Haukur Aron Heimisson og Óskar Benedikt Gunnþórsson, allir úr Þrótti.

Úrslit þeirra voru nánast hin sömu og stelpnanna. Tap 0-3 fyrir Dönum, 1-3 gegn Norðmönnum í riðli og 0-3 gegn Englandi í leik um sæti í undanúrslitum en síðan 3-0 sigur á Færeyingum í leik um fimmta sætið.

Sara Lind Dagbjartsdóttir var einn af fararstjórum íslenska hópsins og Sigurfinnur Líndal Stefánsson einn af dómurum þess en þau koma bæði úr Þrótti.

Austfirsku landsliðskrakkarnir. Mynd: Sara Lind Dagbjartsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.