Blak: Ósigur í oddahrinu gegn Völsungi

Kvennalið Þróttar í blaki tapaði í gær fyrir Völsungi, 3-2 eftir oddahrinu í úrvalsdeild kvenna í blaki en leikið var á Húsavík. Þróttur á enn ágæta möguleika á að vinna sig upp um sæti áður en kemur að úrslitakeppninni.

Völsungur var mun sterkari í fyrstu hrinu og vann hana 25-19. Þróttur vann aðra hrinuna 23-25. Lokatölurnar endurspegla þó ekki að fullu hversu góð tök Þróttur hafði á henni en Völsungur komst aldrei yfir í henni.

Þróttur spilaði áfram vel og vann þriðju hrinu 21-25. Fjórða hrinan var hins vegar eign Völsungs sem vann 25-15 og náði þannig í oddahrinu. Þróttur komst tvisvar stuttlega yfir í henni en annars hafði Völsungur tökin og vann 15-12.

En þótt leikurinn hafi tapast fékk Þróttur dýrmætt stig út á oddahrinuna. Liðið er að reyna að vinna sig upp fyrir Þrótt Reykjavík og Álftanes fyrir úrslitakeppnina. Lykilatriði þar er að vinna Þrótt Reykjavík í lokaleiknum sem leikinn verður eftir rúma viku og treysta á að Álftanes vinni ekki Völsung á sama tíma.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.