Blak: Tap á móti Aftureldingu

Í gær fór fram fyrri viðureign Þróttar Fjarðabyggð og Aftureldingar í úrvalsdeild kvenna, en keppt er um sæti í undanúrslitum. Leikurinn var spennandi og sveiflukenndur en lauk með 1-3 sigri Aftureldingar.

Leikurinn var sveiflukenndur en bæði lið spiluðu vel og áttu góða spretti. Mikið var um ása í leiknum en einnig töluvert um uppgjafa mistök. Afturelding vann fyrstu hrinuna 17-25. Þróttarar komu sterkari til leiks í annarri hrinu og unnu hana 25-22. Afturelding vann næstu tvær hrinur nokkuð örugglega, 16-25 og 17-25, og tryggðu sér þar með 1-3 sigur.

Stigahæstar hjá Þrótti voru Ester Rún Jónsdóttir og Paula Miguel de Blaz, báðar með 12 stig. Stigahæstar hjá gestunum voru Daníela Grétarsdóttir með 14 stig, þar af 9 ása, og Tinna Rut Þórarinsdóttir með 13 stig. Að leik loknum var Paula Miguel valin Þróttari leiksins og fékk gjafabréf frá Fjarðasport.

Liðin mætast aftur á laugardag að Varmá og þá þarf Þróttur sigur til að knýja fram gullhrinu og eiga möguleika á sætinu í undanúrslitunum.

Mynd: Sigga Þrúða. Daníela Grétarsdóttir (Aftureldingu) stigahæst í leiknum og Paula Miguel de Blaz , Þróttari leiksins, berjast um boltann við netið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.