Blak: Þróttur í þriðja sætið

Lið Þróttar Neskaupstað komst upp í þriðja sætið í úrvaldsdeild kvenna í blaki um helgina með 3-0 sigri á Þrótti Reykjavík syðra.

Þróttur hafði góð tök á leiknum og vann hann 17-25, 14-25 og 13-25 í hrinum.

Liðið lék gegn KA á Akureyri síðasta miðvikudag og tapaði þar 3-0 eða 25-16, 25-22 og 25-17 í hrinum. Þar var við ramman reip að draga því KA og Afturelding hafa algjöra yfirburði yfir önnur lið deildarinnar.

Þróttur er í þriðja sæti með 22 stig, en hefur leikið tveimur leikjum meira en næstu lið á eftir, HK og Álftanes, sem hafa 18 stig.

Leik karlaliðsins Þróttar gegn nafna sínum í Vogum var frestað.

Í fyrstu deild karla var leik Hattar gegn Hamri á föstudagskvöld frestað vegna veðurs.

Mynd: Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar