Blak: Tímabilið búið hjá karlaliði Þróttar

Meistaraflokkar Þróttar Neskaupstað hafa lokið keppni á Íslandsmótinu í blaki í ár eftir að karlaliðið féll úr leik í átta liða úrslitum gegn KA.

Liðin mættust öðru sinni á Akureyri á miðvikudagskvöld en KA vann fyrri leik liðanna í Neskaupstað 3-0. Lokatölur á miðvikudagskvöld urðu hinar sömu en leikurinn var nokkuð jafnari en sá fyrri.

Segja má að Þróttarar hafi náð að klára tímabilið með reisn um leið og þeir nagi sig í handabökin yfir að hafa ekki náð að minnsta kosti einni hrinu af KA.

KA var yfir 15-10 í fyrstu hrinu en þá kom frábær kafli Þróttar sem breytti stöðunni í 15-16. KA komst ekki yfir á ný fyrr en í 21-19 og þurfti upphækkun til að klára hrinuna, 26-24.

Í annarri hrinu var jafnt upp í 9-9, KA tók þá rispu, breytti stöðunni í 14-10, lét það forskot ekki af hendi og vann 25-18.

Þriðja hrinan var jöfn og hafði Þróttur 19-20 forskot, en í lokin fjaraði undan liðinu og KA vann hana 25-22.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.