Blak: Tveir Austfirðingar bikarmeistarar í blaki í Danmörku

Um síðustu helgi urðu tveir ungir Austfirðingar bikarmeistarar í blaki með liði sínu Marienlyst-Fortuna í bikarkeppninni í Danmörku. Það eru þeir Þórarinn Örn Jónsson og Galdur Máni Davíðsson en báðir hafa spilað með liði Þróttar í Neskaupstað stærstan hluta ferilsins.

Þeir spiluðu lykilhlutverk hjá Marienlyst-Fortuna í vetur og eru vel að þessu komnir. Liðið er í Odense í Danmörku þar sem strákarnir búa. Þetta er þriðja tímabil Galdurs með liðinu en fyrsta tímabil Þórarins. Strákarnir eru báðir 22 ára. Þórarinn Örn Jónsson er Norðfirðingur. Galdur Máni Davíðsson er Seyðfirðingur og spilaði fyrst með liði Hugins áður en hann gekk til liðs við Þrótt.

Þetta í fyrsta skiptið í fimm ár sem Marienlyst-Fortuna hampar bikarmeistaratitlinum en þetta er 10. bikarmeistaratitill liðsins í gegnum söguna.

Mynd: Davíð Kristinsson. Galdur og Þórarinn fagna titlinum með Ævarri, þriðja íslending liðsins. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar