Blak: Tveir tapleikir um helgina

Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar mættu Aftureldingu í Varmá um helgina í úrvalsdeildunum í blaki. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum. Karlaleikurinn fór 3-1 fyrir Aftureldingu og kvennaleikurinn fór 3-0 fyrir Aftureldingu.

Í kvennaleiknum vann Afturelding fyrstu hrinurnar örugglega 25-16 og 25-19. Í þriðju hrinunni var meiri barátta í liði Þróttar og tókst þeim að halda í við lið Aftureldingar. Það dugði þó ekki til og Afturelding vann hrinuna með minnsta mun 25-23 og þar með leikinn 3-0.

Karlaleikurinn var aðeins jafnari en eins og í kvennaleiknum vann Afturelding fyrstu tvær hrinurnar örugglega 25-18 og 25-17. Í þriðju hrinu snéri Þróttur blaðinu við og tókst að vinna hrinuna 23-25. Í fjórðu hrinu var mikil barátta en Afturelding vann hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-1.

Eftir leikina situr kvennaliðið í 5. sæti deildarinnar og karlaliðið í 6. sæti. Næst á dagskrá eru undanúrslit bikarkeppninnar hjá kvennaliðinu þar sem þær mæta liði KA um næstu helgi.

Mynd: Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.