Draumurinn að vinna Freyjumenið

„Það er alltaf eitthvað sem maður hefur haldið í síðan maður var lítill, að vinna Freyjumenið og verða glímudrotting Íslands,“ sagði Bylgja Ólafsdóttir í viðtali í þættinum Að austan á N4, sem leit við á glímuæfingu á Reyðarfirði til að kynna sér sextíu ára sögu íþróttarinnar í bænum.


Flesti bendir flest til þess að glíman eigi upphaf sitt í fornum germönskum arfi hafi borist til landsins með landnámsmönnum eins og önnur fangbrögð sem íslendingar iðkuðu. Glíman er alíslensk íþrótt vegna þess að hún hefur aðeins varðveist og þróast hér á landi í gegnum aldirnar.

Rík glímuhefð hefur haldist á Reyðarfirði í tæp sextíu ár. „Ég man eftir þegar keppni var hér austanlands þá voru að koma keppendur frá Seyðisfirði, Borgarfirði eystra og Fáskrúðsfirði, þannig að þetta var hérna víða á Austurlandi. Þetta fylgir svolítið þjálfurunum, við höfum alltaf verið með gott teymi í kringum okkur hér á Reyðarfirði,“ segir Þóroddur Helgason, glímuþjálfari.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.