„Erum ekki að jarða völlinn en þetta er kveðjustund“ – Myndir

Seyðfirðingar kvöddu knattspyrnuleik sinn, sem senn verður tekin undir íbúabyggð, á laugardag. Tvö lið, skipuð fyrrum leikmönnum Hugins, gerðu 4-4 jafntefli í kveðjuleik.

Alls höfðu um 50 manns lýst yfir áhuga á að taka þátt í leiknum en svo fór að tæplega 40 manns mynduðu liðin tvö.

Á vellinum mátti þó sjá margar kempur, þar á meðal Friðjón Gunnlaugsson, leikjahæsta mann Hugins, sem skoraði þrennu í leiknum og Guðjón Harðarson sem var aldursforseti vallarins, 68 ára. Hann spilaði hluta leiksins á hægri kanti en dóttir hans Elísabet Maren Guðjónsdóttir var í vinstri bakvarðarstöðu hins liðsins á sama tíma.

Af öðrum leikmönnum má meðal annars nefna Jóhann Björn Sveinbjörnsson og Birki Pálsson, sem eiga úrvalsdeildarleiki að baki og Guðmund Magnússon, fyrrum þjálfara Hugins.

Þá voru fastir sjálfboðaliðar á sínum stað, meðal annars þær Bryndís Aradóttir og Ólöf Hulda Sveinsdóttir sem staðið hafa vaktina í vallarsjoppunni svo áratugum skiptir.

Jöfnunarmarkið kom með síðustu snertingu leiksins, það skoraði markvörðurinn Sigurður Ívar Grétarsson sem hafði brugðið sér fram í hornspyrnu.

Að leik loknum rifjaði Þorvaldur Jóhannsson upp sögu vallarins sem hefur verið á þessum stað frá 1916. Þorvaldur sagði það eitt elsta vallarstæði landsins, ef ekki það elsta.

Hann verður nú tekinn undir íbúabyggð en slíkt land skortir á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar í desember. Sagðist Þorvaldur óska nýrri íbúabyggð velfarnaðar.

Áður hefur þó verið byggð á vellinum en þar stóð braggahverfi í seinni heimsstyrjöldinni. Rifjaði Þorvaldur upp að herinn hefði skilið illa við svæðið.

Fjölmennasti viðburðurinn sem haldinn hefur verið á vellinum var þó ekki knattspyrnuleikur heldur sýning á ökukúnstum Hell Drivers í byrjun níunda áratugarins. 1200 manns mættu á sýningu flokksins og sagði Þorvaldur að hún hefði bjargað fjárhag knattspyrnudeildarinnar það sumarið.

Félagar úr Huginn tóku sig til í lokin og negldu hvítan kross niður í miðjupunkt vallarins. Séra Sigríður Rún Tryggvadóttir flutti kveðjuorð og árnaðaróskir til nýrrar byggðar. Sagði hún að ekki væri verið að jarða völlinn en þetta væri kveðjustund.

Liðsmyndir: Skúli Jónsson
Mynd af Bryndísi og Ólöfu Huldu: Katrín Reynisdóttir

Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0001 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0003 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0008 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0019 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0020 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0028 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0032 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0034 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0045 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0058 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0062 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0065 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0078 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0101 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0107 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0115 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0128 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0130 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0143 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0145 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0151 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0162 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0165 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0171 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0176 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0201 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0204 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0213 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0219 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0221 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0225 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0230 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0233 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0242 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0247 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0251 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0255 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0260 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0269 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0271 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0277 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0281 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0295 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0299 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0302 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0307 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0314 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0315 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0316 Web
Seydisfjardarvollur Kvedjuleikur Mai21 0317 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.