Fjarðabyggð tapaði í Víkinni

Fjarðabyggð tapaði 2-1 fyrir Víkingi í fyrstu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Egill Atlason, varnarmaður heimamanna, skoraði mark Fjarðabyggðar skömmu fyrir leikslok.

 

fotbolti_vikingur_kff_0035_web.jpgVíkingur þjarmaði að Fjarðabyggð fyrsta hálftímann og skoraði Dofri Snorrason, sem kom nýlega frá KR, bæði mörkin. Eftir það fór mesti skrekkurinn af Fjarðabyggð sem vann sig inn í leikinn. Þrátt fyrir nokkur færi, þar af þrjú sem fóru í tréverkið, tókst Fjarðabyggðarmönnum ekki að koma boltanum í netið og þurftu til þess hjálp frá Agli.

Byrjunarlið Fjarðabyggðar í kvöld var fremur ungt. Fjórir í því voru undir tvítugu og nokkrir rétt um tvítugt. Þá sést skarð fyrirliðans Hauks Ingvars Sigurbergssonar, sem meiddist illa á hné rétt fyrir mót og leikur vart í sumar.

Fjarðabyggð tekur næst á móti ÍA í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 18:30 á föstudag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.