Orkumálinn 2024

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir áfram í bikarnum

Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis tryggði sér um helgina sæti í 16 liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Helgin var annars erfið hjá austfirsku liðunum.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann Sindra 0-2 á Hornafirði. Halldóra Birta Sigfúsdóttir skoraði fyrsta markið á 21. mínútu og Hafdís Ágústsdóttir það seinna á 42. mínútu. Næsta umferð bikarkeppninnar verður leikum um mánaðamótin.

Í annarri deild karla náði Fjarðabyggð í sitt fyrsta stig með 1-1 jafntefli gegn Þrótti í Vogum. Vice Kendes jafnaði fyrir Fjarðabyggð á 79. mínútu.

Leiknir tapaði 2-5 fyrir Haukum á heimavelli. Guðmundur Arnar Hjálmarsson varð fyrir því óláni að koma Hafnfirðingum yfir með sjálfsmarki á 34. mínútu en Stefán Ómar Magnússon jafnaði á 60. mínútu. Í kjölfarið fylgdu hins vegar þrjú mörk frá Tómasi Leó Ásgeirssyni, sem breyttu stöðunni í 1-4 og gestirnir skoruðu eitt mark enn áður en Björgvin Stefán Pétursson minnkaði muninn á 90. mínútu. Austfjarðaliðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar.

Í þriðju deild karla tapaði Einherji 0-2 fyrir KFG. Fyrra markið kom á 43. mínútu en það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Í kjölfar þess fékk Brianna Curtis, liðsstjóri Einherja, rautt spjald.

Huginn/Höttur er efst í deildinni, eina liðið sem unnið hefur tvo fyrstu leikina. Það tekur á móti Einherja á fimmtudagskvöld.

Mynd: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.