Fótbolta-helgin: Huginn sigraði topplið KA

Huginn vann þýðingarmikinn 1-0 sigur á KA á síðasta föstudag. KA er í efsta sæti Inkasso deildarinnar og hefur verið í toppbaráttunni í sumar en Huginn er 11. og næst neðsta sæti. Með sigrinum vænkaðist staða Hugins í töluvert í fallbaráttunni, en þeir eru nú stigi frá því að komast úr fallsæti.

Leiknir er ennþá á botni Inkasso deildarinnar en þeir fengu Grindvíkinga í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina á laugardaginn og töpuðu 1-4. Fjarðabyggð tapaði líka sínum leik á laugardaginn, þeir heimsóttu Keflvíkinga og urðu lokatölur 2-1. Fjarðabyggð er í 9. sæti Inkassodeildarinnar 1 stigi fyrir ofan Huginn. Það eru því austfirsku liðin auk HK sem eru í fallbaráttunni.

Í 2.deild karla heimsótti Höttur KF á Ólafsfjarðarvöll á fimtudaginn og gerði markalaust jafntefli. Á laugardaginn lagði Einherji botnlið 3. deildar karla KFS. Leikurinn var spilaður á Vopnafjarðarvelli og fór 4-3.

Einherji er enn á toppnum í C-riðli 1. deildar kvenna þrátt fyrir að hafa tapað 6-0 fyrir Tindastóli á Sauðárkróksvelli síðasta fimmtudag. Sú sérstaka staða er því komin upp í riðlinum að toppliðið, Einherji, er með neikvæða markatölu. Fjarðab/Höttur/Leiknir vann Sindra 1-0 á Norðfjarðarvelli á föstudaginn í sömu deild, en þær eru sem fyrr í 5. og næst neðsta sæti deildarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.