Glíma: Fjölmörg verðlaun á Iceland Open
Keppendur UÍA, sem koma úr Val Reyðarfirði, unnu til fjölda verðlauna á fyrsta glímumóti ársins, Iceland Open. Keppt var bæði í íslenskri og skoskri glímu.Fjórir keppendur voru frá UÍA á mótinu, þau Kristín Embla Guðjónsdóttir, Elín Eik Guðjónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Snjólfur Björgvinsson.
Í glímukeppninni varð Elín Eik í 1. sæti unglingaflokki 14-16 ára í +64 kg flokki og í öðru sæti í +70 kg flokki 17-20 ára. Kristín Embla vann kvennaflokk +75 kg og opinn flokk.
Hákon varð í fyrsta sæti í unglingaflokki 17-20 ára +74 kg og vann karlaflokk +84 kg. Í opnum flokki varð hann annar. Snjólfur tók annað sætið í karlaflokki -84 kg, fjórða sæti í 17-20 ára unglingaflokki +74 kg og 5. sæti í opnum flokki.
Á mótinu var einnig keppt í backhold, skoskri glíma eða eins konar hryggspennu með reglum. Elín Eik vann ungmennaflokk kvenna 14-16 og unglingaflokk kvenna 17-20 ára auk þess að lenda í þriðja sæti í +75 kg flokki kvenna og opnum flokki.
Hákon og Snjólfur kepptu í unglingaflokki 17-20 ára en komust ekki í verðlaunaglímur eftir að hafa mæst í fyrstu umferð þar sem Hákon hafði betur. Hann náði hins vegar þriðja sætinu í opnum flokki karla.
Kristín Embla, fyrir miðju, með sigurlaun sín. Mynd: UMF Valur