Helgarnámskeið í borðtennis

Borðtennissamband Íslands, í samstarfi við félagsmiðstöðina Nýung á Héraði og UÍA, stendur fyrir borðtennisnámskeiði á Egilsstöðum um helgina.


„Áhuginn er töluverður hjá krökkunum og ég býst við ágætri mætingu á námskeiðið,“ segir Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar.

Borðtennissambandið hafði samband að fyrra bragði með áhuga á að koma austur með námskeið austur en sambærileg námskeið hafa verið haldin víðar um land síðustu misseri.

„Við í félagsmiðstöðinni reynum að koma á móts við sem flesta með afþreyingu og okkur fannst þetta snilldar tækifæri til þess að lyfta upp borðtennisáhuga á svæðinu.“

Æfingahelgin er ætluð öllum aldurshópum, vönum sem og óvönum spilurum. Hún hefst seinni part föstudags og stendur fram yfir hádegi á sunnudag. Um hana sjá formaður Borðtennissambandsins og landsliðsþjálfari.

Sambandið hefur hug á að koma á Austurlandsdeild í deildarkeppni sinni sem er ætluð lengra komnum. Rætt verður um þann möguleika um helgina.

Dagskráin fer fram í Nýung á Egilsstöðum og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.