Hjálmar skákmeistari Fljótsdalshéraðs
Hjálmar Jóelsson sigraði á Skákþingi Fljósdalshéraðs. Mótið fór fram að Brávöllum 7 á Egillstöðum, sex skákmenn tóku þátt í mótinu að þessu sinni.Skákþing Fljótsdalshéraðs var fyrst haldið árið 1989 og hefur verið telft um titilinn Skákmeistari Fkjótsdalshéraðs allar götur síðan. Mótið féll þó niður árið 2000 af ókunnum ástæðum. Apótekið á Egilsstöðum gaf í upphafi verðlaunagrip mótsins sem er farandgripur, haganlega útskorinn hrókur sem gerður var Hjá Eik á Miðhúsum á sínum tíma. Hrókinn hefur verið verðlaunagripur á Skákþingi Fjótsdalshéraðs frá upphafi, en Hjálmar vinnur þennan grip nú í fyrsta skipti, gripinn sem hann og kona hans gáfu til keppninnar í upphafi.
Keppnin var spennandi og bauð upp á miklar sviptingar, Jón Björnsson var fyrir síðustu umferðina með 3,5 vinning og átti á tímabili unnið tafl gegn Guðmundi Ingva Jóhannssyni í síðustu umferðinni en glutraði henni niður og tapaði skákinni. Hjálmar Jóelsson tapaði einnig í síðustu umferðinni fyrir Magnúsi Ingólfssyni og varð þar af leiðandi ekki einn efstur á mótinu heldur.
Í þremur fyrstu sætunum urðu:
1. sæti. Hjálmar Jóelsson 3,5 vinninga, hann vann Jón Björnsson á stigum.
2. sæti. Jón Björnsson 3,5 vinninga.
3. sæti. Guðmundur Ingvi Jóhannsson 3 vinninga.
Hægt er að skoða öll úrslit mótsins á heimasíðu Skáksambands Austurlands