Höttur í úrvalsdeildina í körfubolta á ný

Körfuknattleikslið Hattar frá Egilsstöðum mun spila gegn þeim allra bestu á næstu leiktíð eftir að körfuknattleiksfélagið lagði lið Álftaness í kvöld með 99 stigum gegn 70 stigum Álftnesinga.

Þörf var á þremur sigrum til að tryggja liðinu sæti í Subway-deildinni á næstu leiktíð og leikmenn Hattar gerðu það sem þurfti til í kvöld. Sigurinn verðskuldaður og aldrei alvarlega í hættu en liðið frá Egilsstöðum leiddi alla fjóra leikhlutana. Þetta var þriðji sigur Hattar á liði Álftaness í baráttunni um laust sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og meira þarf ekki til að komast í úrvalsdeildina.

David Guardia Ramos frá Spáni átti stórleik og negldi 21 stig í leik kvöldsins fyrir Hött í viðbót við fjögur fráköst. Annar Spánverji, Juan Luis Navarrro, átti líka fínan leik og endaði með fimm stig, tólf fráköst og fimm stoðsendingar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar