Höttur í bikarúrslitum um helgina

karfa_hottur_kr_9fl_0029_web.jpgTíundi flokkur Hattar í körfuknattleik karla leikur gegn A liði Stjörnunnar í bikarúrslitum um helgina. Liðið tryggði sér þar þátttökurétt um seinustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá félaginu kemst þetta langt.

 

Höttur vann um seinustu helgi Stjörnuna B 49-34. Eysteinn Bjarni Ævarsson var stigahæstur, skoraði 18 stig og tók átta fráköst en Nökkvi Óskarsson skoraði 12 stig. Áður hafði Höttur slegið út Ármann og Þór/FSU.

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins, segir liðið eiga mikið inni fyrir úrslitaleikinn þar sem andstæðingarnir verða A lið Stjörnunnar.

„Undanúrslitaleikurinn var ekki vel spilaður af okkar hálfu en við eigum mikið inni og strákarnir eru staðráðnir í að taka dolluna austur. Við vorum mjög heppnir með drátt í undanúrslitum og eigum góðan séns á sigri íúrslitum þar sem við höfum spilað 2 hnífjafnaleiki við Stjörnuna A í vetur.“

Úrslitaleikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag klukkan 12:00. Í fyrra lék flokkurinn til úrslita í Íslandsmeistaramótinu en féll úr leik fyrir KR í gríðarlega jöfnum leik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.