Höttur vann Fjarðabyggð/Leikni: Myndir

Kvennalið Hattar sigraði Fjarðarbyggð/Leikni á heimavelli sínum Vilhjálmsvelli í fyrstu deild kvenna í gærkvöld. Leikurinn fór 2-1 og með sigrinum styrkti lið Hattar stöðu sína í deildinni.

Leikurinn byrjaði rólega, og ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Ekki var liðin nema rúm  hálf mínúta af seinni hálfleik þegar Arna Óttarsdóttir leikmaður Hattar skoraði fyrsta mark leiksins með því að lyfta boltanum yfir markvörðinn.

Fjarðarbyggð/Leiknir komust inní leikinn á 62. mínútu þegar Klara Ívarsdóttir kom boltanum í netið, eftir að Tara MacDonald markvörður Hattar missti frá sér aukaspyrnu.

 Höttur tryggði sér svo sigur á 68. mínútu, með marki Bryndísar Þóru Þórarinsdóttir úr aukaspyrnu með viðkomu í vegginn.

 Lokastaðan 2-1, og Höttur í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn, meðan Fjarðarbyggð/Leiknir hvílir í neðsta sæti.

Meðfylgjandi myndaalbúm:

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir
 
Höttur - Fjarðarbyggð/LeiknirHöttur - Fjarðarbyggð/Leiknir
 
Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir
 
Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir
 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

 

Höttur - Fjarðarbyggð/LeiknirHöttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

Höttur - Fjarðarbyggð/LeiknirHöttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.