Isaac Owusu Afriyie í Fjarðabyggð

Miðju- og sóknarmaðurinn Isaac Owusu Afriyie hefur gengið til liðs við Fjarðabyggð á lánssamning frá Víkingi Reykjavík.

Isaac er 21 árs gamall og uppalinn í Fjölni en hefur undanfarin ár verið samningsbundinn Víkingi. Hann hefur tvívegis áður farið á lán og lék í fyrra með Tindastóli í 3. deild og fyrri hluta móts í ár lék hann með Ægi frá Þorlákshöfn í 3. deildinni.


Fjarðabyggð er í erfiðri stöðu í 2. deild karla og situr á botni deildarinnar með fimm stig og hafa enn ekki unnið leik í ár. Átta stig eru upp í öruggt sæti í deildinni. Gera má ráð fyrir að Isaac verði í leikmannahópi Fjarðabyggðar á morgun þegar Fjarðabyggð mætir Magna á Grenivík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.